Lag og texti: Jóhann G. Jóhannsson
Verndum viðkvæman gróður og fegurð sveitanna.
Milli fjalls og fjöru ræktum upp skógana.
Með betri og bjartari framtíð hlúum að hag barnanna.
Komandi kynslóðum færum arf hinn dýrasta.
Djúp svöðusár
svipta moldu landið
sem var áður þakið gróðri
og fögrum skógi vaxið.
Heiðríkur himinn þá svo blár
hreint og gjöfult hafið.
Heitum því að yrka Ísland nú
og vernda um ókomin ár.
Við eigum dýrmætan draum
um dýrðlega framtíð.
Í frjói er falin vegferð þeirra
sem erfa munu landið.
Látum hann rætast í raun
rækjum hann með okkar samtíð.
Þá mun heill og hamingja
verða okkar sigurlaun.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum