Lag: Danny Pollock, Ljóð: Þórarinn Eldjárn
Glámur minnti á mann sem kom úr jötu:
Mestur varð hann eftir að hann dó.
Hann lagði margan stein í Grettis götu
grimmastur var augasteinninn þó.
Í Drangey liggur líkaminn af Gretti
uns líður þungur pillusvefn af brá.
Flykkið vaknar allt á einu bretti
er að fara að teygja úr sér en þá.
lyftir Glámur gleraugum af nefi
Grettir verður undireins við það
svo hræddur að hann heldur varla slefi
hefur varla talfærin úr stað,
en stynur loks er glyrnurnar í Glámi
gefa honum ofurlítið frí;
„Vertu ekki alltaf að horfa svona á mig
ef þú meinar ekki neitt með því“
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





