Lag og texti: Bubbi Morthens
Þegar pabbi er búinn að lesa
og ljósið farið heim
er gaman útum gluggann að kíkja
langt út í gamlan geim.
Kannski sjáum við Óla lokbrá svífa þarna hjá
með regnhlífina og draumaduftið
þá segjum við öll vá
við segjum váá, váá.
Í sandkassanum situr Sigga
með rauða fína fötu
hann veit það er alveg bannað
að leika út á götu
Gréta er í parís, Palli horfir á.
Ef pissa stelpur í skóna sína
þá segjum við öll vá
við segjum váá, váá.
Ormar borða í mold og myrkri
og lesa með ekkert ljós
strákar fanga flugur stórar
oní dimma baunadós.
Mamma vill engar flugur sjá, hrópar pabba á
strákarnir í svaka stuði
segja þá allir vá
þeir segja vává, váá.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum