Lag: Hilmar Oddsson, texti: Karl Ruth
Dagur vaknar. Opnar augun.
Öðrum líkur við fyrstu sýn.
Vor í lofti. Heiður himinn
hleypir sól inní eyrun þín.
Föstum stendur fjallahringur
fótum sömu jörð og í gær.
Hinn sanni hringur súlur Ingólfs
seiddi viltar til sín tvær.
Þennan morgun fjöllin blíðlega blessa
og brosa við honum stór og smá
Eitt fjall er bratt annað er hnöttótt
og inná milli fer silungsá.
Sólstafir þokast úr austureyra
er ætlað að drepa á suðurklett
þarna glampar á poll í ávölu enni.
útá kinnar bros er sett.
Þennan sólfagra daginn þú blíðlega blessar
en brosið lætur standa á sér
Eitt fjall er bratt annað er hnöttótt
en öll sýnast glotta að þér.
Þú finnur að kvöldið færist yfir
Lítil mús er í maganum.
Magnast umferð um sálarveg.
Loftið rökkvast. Leikur hefst.
Líðanin, hún er hrikaleg, hrikaleg, hrikaleg.
Sérðu eittþúsund augu stara
uppá flóðlýsta þrepahöll.
Fram úr eðalvínsbjörtu andliti hverju
ánægjan fossar. Gleðisköll.
Hraustir byrtast einn af öðrum
eikarbrúnir líkamar hér.
Rautt er ljósið á reistu þrepi.
Röðin komin er að þér.
Yfir fagnandi lýðinn þú blíðlega brosir
og bylgjar vöðvafjöll stinn og sver
Eitt fjall er bratt annað er hnöttótt
en öll þau lúta vilja þér.
Þú öryggið finnur færast yfir
Sigurlaun eru ú lófanum
liðug umferð um sálarveg
Þú ert orðin þroskuð
Þú ert orðin hrikaleg, hrikaleg, hrikaleg.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum