Lag og texti: Bubbi Morthens
20 ár allir búnir að gifta sig
börnin agalaus án vilja.
20 ár ástleysi og vani
allir virðast á leiðinni að skilja.
Breiðgatan hún liggur þar sem hús þitt áður stóð
líkt og svartur snákur sem sýgur úr bílum blóð
grasið í kantinum eins og óvelkomin börn
það smýgur í gegn þar sem veikust er vörn.
Liðnir kossar koma aftur til síns heima
kaldir draugar sem neita sér að gleyma
blóðheitum vörum sem hýstu þá um stund
hjarta þitt man ennþá þann stutta fund.
20 ár allir búnir að gifta sig
börnin agalaus án vilja.
20 ár ástleysi og vani
allir virðast á leiðinni að skilja.
Þú lítur í speginlinn og spurningar þær vakna
líf þitt eins og þráður í sundur að rakna.
þú veist hvað er að en ýtir því svo frá þér
Þú ert varnarlaus á slíkri stundu, hlægilega ber.
Reiðin í þér stormur sem stjórnlaust geisar
í æðum þínum öldur efans falla með þrumu gný
kæfa öll rökin, þig reka á ystu brún
Allt sem var virðist horfið og sökin er hún.
20 ár allir búnir að gifta sig,
börnin agalaus án vilja.
20 ár ástleysi og vani,
allir virðast á leiðinni að skilja.
20 ár á vígvelli þar sem vanin hafði allt
í hendi sér og við sjónvarpið var þér alltaf kalt.
Í rúminu var bakið hennar þinn Berlínarmúr
Þögnin var þinn bandamaður, henni varstu trúr.
20 ár allir búnir að gifta sig
börnin agalaus án vilja.
20 ár ástleysi og vani
allir virðast á leiðinni að skilja.
Athugasemd
Á þorláksmessu árið 1999 frumflutti Bubbi nokkur ný lög. 20 ár var eitt þeirra.