Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Grein um Geislavirkir

Tímamótaplötur komi út á u.þ.b. 5 ára fresti, sbr Lifun Trúbrots, Stuðmannaplatan 1975, og 1980… ja, hver skyldi það nú vera? Jú alveg örugglega þessi fyrsta breiðskífa Utangarðsmanna – Geislavirkir
(Páll Pálsson 1980).

Utangarðmenn eru óneitanlega stórt nafn í íslenskri rokksögu. Þó sveitin lifði aðeins hálft annað ár vara áhrif hennar enn í íslensku rokki og platan Geislavirkir er einn helsti minnisvarði sveitarinnar og þeirrar rokkbyltingar sem Utangarðmenn leiddu.

Vorið 1979 hóf Bubbi Morthens störf í Kassagerð Reykjavíkur og kynnist þar bræðrunum Michael Dean og Daniel Pollock. Þeir náðu vel saman í áhuga sínum á tónlist og þegar Bubbi tók upp sína fyrstu sólóplötu, Ísbjarnarblús, haustið 1979 voru þeir Danni og Mike tíðir gestir í hljóðverinu.

Bubbi hugðist taka upp blúsaða kassagítarplötu, en rokkáhugi þeirra Danny og Mike smitaði út frá sér og Bubbi var að auki farinn að hlusta á Iggy Pop. Að hugmynd Pollock bræðra ákváðu þeir þremenningarnir því að stofna saman rokkhljómsveit og Bubbi ákvað að rokka upp nokkur laganna á Ísbjarnarblús.

Til þess vantaði bassa- og trommuleikara og í ársbyrjun 1980 birtu þeir félagar smáauglýsingu í einu dagblaðanna. Fáir svöruðu auglýsingunni, en einn þeirra var trommarinn Magnús Stefánsson sem þeir réðu þegar í sveitina fyrir það í hve flottum leðurjakka hann var. Magnús, sem var frá Raufarhöfn, mætti síðan á æfingu með sveitunga sinn,bassaleikarann Rúnar Erlingsson. Fyrsta samvinnuverkefni þessarar frumgerðar Utangarðsmanna var lagið Jón pönkari sem tekið var upp fyrir Ísbjarnarblúsinn. Nafn sveitarinnar kom svo þegar Mike Pollock spurði Bubba hvernig hann myndi þýða enska orðið "Outsiders".

Fyrstu tónleikar Utangarðsmanna voru haldnir 22. mars 1980 í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut og þá þegar var áberandi hráleikinn og krafturinn sem var eitt helsta einkenni sveitarinnar. Hljómsveitin vakti nokkra athygli meðal rokkáhugamanna á næstu mánuðum, en segja segja má hún hafi að hafi fyrst komist á kortið á tónleikum 12. apríl 1980 sem haldnir voru í Kópavogi undir heitinu Heilbrigð æska. Fjallað var um tónleikana á heilli opnu í Þjóðviljanum og mikið gert úr framlagi Utangarðsmanna.
Skömmu eftir þessa tónleika hélt sveitin síðan í tónleikaferð um landið en fékk misjafnar undirtektir. Í þessari ferð hélt hljómsveitin til að mynda sína fámennustu tónleika því eftir að þeir sem komið höfðu voru gengnir á dyr vegna hávaða sat einn maður eftir í salnum og hlýddi á leik sveitarinnar allt til loka.

Efnisval Utangarðsmanna á tónleikum samanstóð í upphafi af lögum frá erlendum áhrifavöldum og frumsömdu efni, ásamt lögum af fyrstu sólóplötu Bubba. Erlendu lögin viku þó fyrir frumsömdu lögum jafnóðum og þau urðu til. Í júníbyrjun gerði sveitin útgáfusamning við Steinar Berg Ísleifsson, sem samdi við Bubba sem sólólistamann um líkt leyti. Um það leyti sem Ísbjarnarblús kom út í júní 1980 var almenningi orðið ljóst að eitthvað merkilegt væri á seyði. Fjölmiðlar kepptust um að taka viðtöl við Utangarðsmenn og Bubbi var almennt lofaður sem skærasta rokkstjarna síðari ára. Næstu mánuði var svo til daglega fjallað um Utangarðsmenn, ýmist í blöðum eða tímaritum og sveitin var bókuð svo til hvert kvöld. Rokkbyltingin var hafin og þar fóru Utangarðsmenn fremstir í flokki.

Utangarðsmenn voru anarkísk rokksveit, þar giltu engin lög eða reglur. Áhrifin komu þó víða að og þegar farið er yfir það efni sem sveitin skildi eftir sig gefur að heyra reggae, blús og hreinræktað rokk. Þessi blanda skipar Utangarðsmönnum nokkuð sér á bát í íslensku pönkbylgjunni sem gekk yfir á þessum tíma, en í upphafslandi pönksins, Bretlandi, voru nokkrar hljómsveitir sem fóru álíka leið og Utangarðsmenn, þar á meðal hljómsveitin Clash. Það kom því varla á óvart að Utangarðsmönnum væru beðnir að hita upp fyrir Clash er sveitin hélt tónleika í Laugardalshöll 21. júní 1980, tæpri viku eftir að sólóplata Bubba kom út. Í kjölfarið var haldið í aðra tónleikaferð um landið nú með öllu betri árangri en í fyrra skiptið.
Eftir þá ferð héldu þeir félagar í Hljóðrita til upptöku á sinni fyrstu plötu - þriggja laga smáskífunni Ha-ha-ha (Rækjureggae) sem kom út 1. október 1980 í takmörkuðu upplagi og seldist strax upp.

Tveim dögum áður en smáskífan kom í verslanir héldu þeir félagar í Hljóðrita á ný, nú til að hljóðrita efni á LP plötuna Geislavirkir. Hún var unnin eins og allt annað sem að þessari sveit snéri, með ofsakeyrslu og síðan var sveitin rokin á næstu tónleika, enda bókuð svo til hvert kvöld.

Þegar farið er yfir upptökubönd þessarar plötu mætti ætla sveitin hafi rétt litið inn í hljóðverið, þó böndin sem geyma efni plötunnar séu fjögur. Tvö þau fyrstu eru dagsett 31. október og hin tvö 2. nóvember 1980. Ekki er þó rétt að gera því skóna að platan hafi verið tekin upp á aðeins tveim dögum heldur voru böndin tekin í notkun á þessum dögum og væntanlega grunnar einhverra laganna spilaðir inn. Öll íslensku lög plötunnar voru einnig sungin inn með enskum texta að undanskildu laginu um Sigurð sjómann. Mismargar tökur voru gerðar af söng laganna og nokkur þeirra endurhljóðrituð.

Fyrsta lagið sem sungið var inn á band fyrir þessa plötu var líklega Hiroshima sem á bandinu er skráð undir heitinu Nuclear Raggae, og sungin inn ein íslensk útgáfa, sem finna má á plötunni, auk tveggja á ensku. Því næst var talið í lagið Blóðið er rautt sem á bandinu er skráð Keep Going Strong og síðan komu lögin koll af kolli. Ástæður þess að lögin eru skráð á ensku á sér tvær megin skýringar: Upptökustjóri plötunnar var Englendingur, Geoff Calver, og báðir gítarleikararnir bandarískir að uppruna, þeir Pollock bræður Mike og Danny.

Þó mörg laga þessarar plötu hafi orðið til eftir að sveitin var stofnuð var ekki svo með þau öll. Til að mynda hafði Bubbi gert tilraunir með að taka upp lagið Barnið sefur fyrir sólóplötuna Ísbjarnarblús seinni hluta árs 1979. Það lag var einnig á prógrammi hans á kvöldi Vísnavina í janúar 1980, þá flutt án kynningar en tileinkað bandaríska hernum á Miðnesheiði.

Eins voru grunnar þeirra laga sem Mike og Danny lögðu til samdir fyrir daga Utangarðsmanna, t.d. The Big Sleep, sem breyttist mjög þegar Utangarðsmenn fóru að fást við það. Til marks um það má nefna að sveitin mátaði við það textann við lagið Íran/Írak sem við þekkjum af plötunni sem Viska Einsteins. Ljóðið kom svo út síðar í sinni mynd á plötunni 45 rpm og þá hljóðritaði Mike lagið einnig á sinni fyrstu sólóplötu.

Sum laganna urðu bæði til í hljóðverinu og á tónleikum hjá sveitinni um það leyti sem tökur hófust, t.d. Hiroshima sem var frumflutt á tónleikum í Ártúni, sem var dansstaður á Ártúnshöfðanum. Bubbi mætti með það á staðinn og var lagið prufukeyrt sama kvöld á tónleikunum. Í þeim aukalögum sem fylgja þessari útgáfu heyrist vel hve hratt var unnið og yfirbragðið hrátt. Oft var verið að prófa hugmyndir sem síðar var unnið úr.

Einkenni Utangarðsmanna var kraftur og hráleiki sem mörgum fannst ekki skila sér á þessari plötu og kenndu um upptökustjóranum Geoff Calver, enda öll eftirvinnsla í hans höndum. Útkoman varð til þessað sveitin hafnaði frekari afskiptum upptökustjóra og sá um alla eftirvinnslu laga á síðari plötum sínum í samstarfi við viðkomandi upptökumann.

Geislavirkir kom út 26. nóvember 1980 og hafði þá verið beðið með óþreyju enda flest lög hennar löngu komin á tónleikaprógramm Utangarðsmanna. Fyrstu vikuna komst hún á lista yfir söluhæstu plötur landsins, gagnrýnendur báru lof á hana og aðdáendum Utangarðsmanna fjölgaði til muna.

Útgefandinn Steinar Berg var einnig með djassrokksveitin Mezzoforte á sínum snærum og í kjölfar þess að lag með Mezzoforte fór hátt á vinsældalistum víða um heim hélt hann utan á fund forráðamanna CBS í Hollandi. Með í farteskinu voru upptökur með diskódúettinum Þú og Ég ásamt enskri útgáfu plötunnar Geislavirkir. Áður höfðu enskar útgáfur laga sveitarinnar verið sendar utan og fengu góðar undirtektir og af umfjöllun íslenskra blaða má ráða að menn hafi gengir út frá því sem vísu að Geislavirkir yrði gefin út ytra og heimsfrægðin væri innan seilingar. Áætlanir um það gengu þó ekki eftir þrátt fyrir talsverðavinnu útgefanda plötunnar. Íslenska útgáfan hefur hins vegar lifað góðu lífi hér heima bæði sem einn helsti minnisvarði þeirrar byltingar sem varð í rokktónlist á Íslandi vorið 1980 og þeirrar sveitar sem leiddi þá byltingu.

Bárður Örn Bárðarson
Greinin hér að ofan birtist fyrst í innleggi viðhafnarútgáfu plötunnar Geislavirkir 2005

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.