Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Grein um Í mynd

Á þessari plötu eru engin lög sem eru í líkingu við ,,Stóra stráka” eða ,,Móðir” og er ég fegin því. Það hefði fátt verið þægilegra fyrir hljómsveitina en að semja lög til að fylgja í kjölfar þessara vinsælustu laga ársins. Ég lít á það sem mannkosti hljómsveitarinnarað hún skuli ekki hafa gert það
(JVS, þjóðvilinn í október 1982)

Vinsældir Egósins voru með eindæmum sumarið 1982. Fyrsta plata sveitarinnar Breyttir tímar naut fádæma vinsælda og sat í efstu sætum sölulistans fram eftir öllu sumri. Það lá því beint við að hamra járnið meðan það var heitt og í kjölfar góðrar sölu plötunnar var ákveðið að koma bandinu sem fyrst aftur í hljóðver. En Egóið hafði í meiru en nógu að snúast. Sveitin var bókuð svo til hvert kvöld og inn á milli minni tónleika kom bandið fram á öllum stærri uppákomum þetta sumar. Sem dæmi má nefna að í apríl var efnt til tónleika undir yfirskriftinni Rokk gegn banni sem tengdist kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Egóið var líka fengið til að koma fram á Listahátíð í júní og hita upp fyrir bresku tölvupoppsveitina Human League sem þá naut mikilla vinsælda í heimalandinu. Það þarf ekki að fjölyrða
um að Egóið átti þetta kvöld með húð og hári að sögn viðstaddra. Sveitin var þá í miðjum landsbyggðartúr og hafði fyrri hluta mánaðar ferðast um austur- og norðurland. Egóið var einnig eitt stærsta númerið ásamt Grýlunum þegar blásið var til mikillar rokkhátíðar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í júlí og þar mátti sjá nöfn eins og Purrk Pilnikk, Bodies, Q4U og Fræbbblana. Seinni hluta þess mánaðar lék sveitin við opnun unglingaskemmtistaðarins Villta trillta Villa, mætti um verslunarmannahelgina á Laugahátíð og í kjölfar þess hitaði hún upp þegar 10 manna reggiebandið Babatunde Tony Ellis hélt tónleika í Höllinni 6. ágúst 1982.

Í ágúst mátti sjá smáfrétt um að von væri á nýrri plötu með Egóinu síðar á árinu. Hugsast gæti að sú skífa yrði tekin upp á Englandi. En líkt og áður gripu örlögin í taumana, því áður en endanlegar ákvarðanir þar að lútandi lágu fyrir, eða í september urðu enn mannabreytingar á liðskipan bandsins þegar Bubba var falið það leiðinlega verk,að eindreginni ósk félaga sinna að reka Þorleif Guðjónsson, æskufélaga sinn og einn af stofnendunum, úr sveitinni. Í hans stað kom fyrrum Utangarðsmaðurinn Rúnar Erlingsson. Þar með voru þrír fimmtu liðsmanna áður Utangarðsmanna komnir í raðir Egósins. En Rúnar var þó aðeins skráður sem sessionmaður þegar bandið hélt í Hljóðrita 20. september 1982 í þeim tilgangi að hljóðrita aðra breiðskífu sína, Í mynd. Tómas M. Tómasson var aftur með í för í hlutverki upptökustjóra, auk þess að leika á Synthesizer, ásamt Luis Austin, þekktum upptökumanni frá Bretlandi. Líkt og fyrsta platan var Í mynd tekin upp á mettíma og þegar síðasta lagið hafði verið spila inn á bandið var sveitin rokin í enn eina hringferðina um landið meðan Tómas og Luis héldu með upptökurnar í Sterling hljóðverið í Lundúnum þar sem þeir unnu að hljóðblöndun og öðrum lokafrágangi plötunnar.

Platan Í mynd, kom mörgum talsvert á óvart þegar hún kom út 17. nóvember 1982. Sá léttleiki sem einkennt hafði fyrstu plötu sveitarinnar var hér að mestu horfinn. Þrátt fyrir það þótti mönnum Í mynd velheppnað og heilsteypt verk, tónlist, textar og öll spilamennska nú mun dýpri, þéttari og þyngri og var það mat manna að hér væri mun betri plata á ferð og voru gagnrýnendur almennt jákvæðir í garð þessarar þróunar hjá sveitinni. Þótti sumum textar Bubba ekki eins gegnsæir og auðlesnir og oft áður en töldu það honum einnig til tekna og til marks um framþróun í textagerð. Fram kom í viðtölum við þá Ególiða að vinnuferli þessarar plötu væri ólíkt fyrri plötunni, Einstaklingar innan sveitarinnar hefðu lagt mun meira til þessa verks og var Beggi þar nefndur sérstaklega.

Þó ekki bæri eins mikið á lögum sveitarinnar á vinsældarlistum, ef frá er talið lagið Mescalin, náðu lög eins og Fjöllin hafa vakað og Í spegli Helgu mikilli útvarpsspilun og eru í dag talin til sígildra laga rokksögunnar. Líkt og fyrri platan átti Í mynd greiða leið að efsta sæti yfir söluhæstu plötur landsins þar sem hún sat talsverðan tíma. Mönnum var það fljótelga sjóst að Egóið var tvímælalaust sú sveit sem naut mestrar hylli með tvær af sterkustu og vinsælustu plötum ársins 1982

Þó flest laga plötunnar væru ný var ekki svo með þau öll því Bubbi hafði t.d. flutt lagið Manilla í kassagítarútgáfu á 1. des. hátíð stúdenta 1981, þá undir heitinu Þreyttir demantar skríða. Á þessum tíma voru einnig lög á tónleikaprógrammi sveitarinnar sem ekki höfðu fengið inni á plötunni. Eitt þeirra var til að mynda lagið um Leibba, sem á bernskudögum sínum var ýmist kallað Leibbi dóni eða Hvað er klukkan, lag sem Bubbi notaði nokkrum mánuðum síðar á sólóplötuna Fingraför.

Í kjölfar útgáfunnar kom sveitin talsvert fram m.a. á úrslitakvöldi Músiktilrauna Tónabæjar sem SATT stóð að og var sá gjörningur festur á mynd sem síðar var sýnd í Ríkissjónvarpinu. Þessa upptöku tók útgefandi Egósins síðar með sér á tónlistarráðstefnuna MIDEM sem sýnishorn fyrir erlend útgáfu- og samstarfsfyrirtæki í von um að vekja athygli á sveitinni utan landsteinanna. Segir sagan að mönnum ytra hafi litist vel á ræmuna þrátt fyrir að skilja ekki orð af því sem sungið var um. Til að bæta úr því brá sveitin sér í hljóðver nokkru síðar til prufuupptöku þar sem talsverður fjöldi nýrra laga var hljóðritaður með enskum textum. Svo virðist sem mörg þeirra laga hafi glatast og líklega verið tekið yfir þau í sparnaðarskyni. en nokkur hafa varðveist og er eitt þeirra haft hér sem viðbót. þó líklega sé hér ekki um endanlega útgáfu þessa lags að ræða hvorki hvað varðar texta né útsetningu. Enda varð ekkert af frekari markaðssetningu sveitarinnar á erlendri grund.

Egóið hélt áfram að koma fram og kynna meistaraverkið Í mynd, t.d. á hinum sögulegu tónleikum Rokk gegn vímu sem haldnir voru í Laugardalshöll undir lok ársins. Egóið stimplaði sig rækilega inn árið 1982 sem einhver vinsælasta rokksveit sögunnar, nú 25 árum síðar hefur sveitin ekki enn stipmlað sig út. Sögu hennar er því engan veginn lokið.

Bárður Örn Bárðarson
Greinin hér að ofan birtist fyrst í innleggi viðhafnarútgáfu plötunnar Í mynd árið 2007.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.