Lag og texti: Bubbi Morthens
Við enda gangsins er ljós
sem enginn virðist sjá.
Í vasa við lyftuna er rós
og sófi sem tekur þrjá.
Og fólkið kemur og fer
og ég veit ástin mín
hvers ég sakna í heimi hér
brúnu augun þín.
Þjónninn með sitt þreytta fas
á þeytingi milli borða.
Fólk gleypir kjöt eða gras
öll samskipti eru án orða
og það er komið að mér
fylla glösin fín.
og þau kalla á mig líka hér
brúnu augun þín.
Kvöldið kyrrlátt og heitt.
Stórborgarysinn hann rís.
Klukkan er korter í eitt
Og það er kallað taxi, plís.
Ljósin lýsa svo skær.
Menn hlæja og gera grín.
En ég þrái bara að vera þér nær
horfa í brúnu augun þín.
Vinsældalistar
#19. sæti BML - Tónlistinn (18.8.2008) 1. vika á topp 20.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





