Lag og texti: Bubbi Morthens
Þegar sólin kveður daginn
hleypir kvöldinu inn.
Þinn himinn án alls ljóma
kyssir þína bleiku kinn.
Þú átt allt nema heiður og sóma.
Þú ert ekki staur
þú átt aur
en þú þværð ekki af þér skítinn.
Þegar sólin kveður nóttina
hleypir deginum inn.
Ljós þitt er án allrar birtu.
Kaldar varir snerta þína kinn.
og þú vaknar í líksins skyrtu.
Hvað verður um þinn aur
verður þú staur
og hver mun þrífa af þér skítinn?
Þegar sólin kveður augun
öfund brýst inn.
Hirðir allt sem hjarta þitt þráði.
Dauðinn er þá eini vinur þinn
sá eini með réttu ráði.
Þá verður þú staur
alveg staur
og engill Guðs mun þrífa af þér skítinn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





