Lag og texti: Bubbi Morthens
Lygin grær í grænu húsi.
Gömul leyndarmál vaka um nætur.
Hatrið leynist í kaldri kompu.
Þar býr sorgin og festi rætur.
Hún óx og varð að stórum garði
með grátandi svörtum greinum.
Þar sem kettir klóra og hvæsa
þar sem bleikir snákar eru í leynum.
Engill, engill hvíslaði stelpan.
Engill berðu mig upp til skýja
er skugginn skreið uppí rúmið.
Ó, engill, engill hvert á ég að flýja!
Í garðinum bjó skuggi skugga.
skreið þar um langur og mjór
Hann læsti klónum í litla stelpu.
Ljótur, kaldur, slímugur og stór.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





