Ljóð: Bubbi Morthens
Þrútnir fingur snerta línið
tóbaksgulir
með nagaðar neglur
strjúka ljóshærðan koll
og kafa kalt vatnið í balanum
Föstudagarnir
komu tiplandi
kvíðafullir
með drukkna feður
kuldinn strekkti á kjálkunum
yfir matnum
pilsnerinn lokaði helginni.
Athugasemd
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





