Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Svik

Ljóð: Bubbi Morthens

Hvíslandi vindurinn
við rætur fjallsins

Vorið átti að koma í gær

Kom vorið til þín
þegar þú varst lítill strákur
með kúrekahatt
og knallettubyssu
var það kannski
gapandi skurður á
hnénu

ert þú kannski vorið
spurði hann son minn
og strauk höfuð hans

Öspinn er ekki íslensk
En guð minn góður hvað hún ilmar
Á vorin

Ég þrái vorið
Löngun mín er áfeng
Þú getur snert hana bragða á henni
Líkt og mosin
Sem bragðar á grjótinu
Í rökursvalanum
Hann þekkirvorið á bragðinu
Sagði hann um leið
Og hann óf sig upp
Asparstofnnin
og snerti efstu greinar

blá augun
gulgrænt hárið
varir með moldarkeim
rammsætan
það er vorið

en það kom ekki
ég var í alla nótt
uppi á heiðinni
að bíða
sumir bíða allt lífið
hefur þú beðið
eftir vorinu
óskandi þess að einhver
sæt stelpa hvíslaði
orðið

með fyrirheit
um heitt sumar

en í staðinn gekk hún framhjá
með gítaraleikaranum í bandinu

leit ekki á þig
og það snjóaði
á tjaldið þitt

vorið svíkur
oftar en ekki.

Athugasemd
Ljóðið birtist fyrst á bubbi.is 18. apríl 2008

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.