Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Grein um Línudans

Línudans er að mörgu leiti hið eina rétta nafn á þessari plötu Bubba. Því frá komu hans inn á að mörgu leyti fátækan rokkheim Íslendinga fyrir tæpum fjórum árum síðan hefur hann stígið línudans milli þeirra krafna sem ,,markaðurinn” hefur sett honum og eigin tónlistarsköpunar á þann hátt að ,,markaðurinn” hefur aðlagað sig að mörgu leyti að honum en ekki öfugt.
(Friðrik Indriðason í Tímanum 4. desember 1983)

Ástæðan fyrir tilvist plötunnar Línudans er frekar óljós. Bubbi hafði árið 1983 aðeins verið fjögur ár á íslensku plötumarkaði. Þó hann hafi þá þegar sent frá sér talsverðan fjölda platna, ýmist sem sólisti eða með þeim sveitum sem hann hafði starfað með gátu fáir útskýrt nauðsyn þess að gefa út safnplötu með honum á þessum tímapunkt. Hölluðust menn helst að því að með þessari plötu væri verið að fylla upp í samninga Bubba við útgáfufyrirtæki sitt Steinar hf. Þetta verður að teljast líklegasta skýringin á tilvist plötunnar. Því Línudans var síðasta platan sem útgáfufyrirtækið gaf út merkt Bubba Morthens er féll undir samning þann sem Bubbi hafði gert við Steinar hf. sumarið 1980. Þessu til viðbótar má benda á að ekki var platan fyrr komin út en Bubbi undirritaði úrgáfusamning Safarí Records. En sá gjörningur átti eftir að draga dilk á eftir sér og verða tilefni til blaðaumfjöllunar og hótunum um málshöfðun Steinar á hendur Bubba. En það er önnur saga.

Platan Línudans inniheldur tólf lög. Tíu þeirra höfðu komið út áður á plötum, níu af sólóverkum Bubba og eitt laganna Síðasta blómið var fengið frá plötu Utangarðsmanna; Í upphafi skyldi endirinn skoða. En tvö laganna á Línudans voru ný og bæði höfðu verið hljóðrituð sérstaklega fyrir þessa plötu. Hermaðurinn; lag sem Bubbi samdi í anda Pretenders og tileinkar þeim Peter Fardon og James Honeyman Scott, en báðir létust þeir vegna ofneyslu Kókaíns. Stríðum gegn stríði Reggae skotið lag og langt frá að komast í hóp þerra besti í þeim takti sem Bubbi hafði komi að.

Umfjöllunarefni þessara nýju laga voru þó alveg í anda þess tíma að mati gagnrýnenda. Eins og ávalt þegar um safnplötur er að ræða voru menn ekki á eitt sáttir um lagavalið. Fannst flestum að þar hefði mátt gera betur. Sem dæmi um það skrifar gagnrýnandi þjóðviljans í blaðinu 3. desember 1983:
“…Ég ætla að tuða örlítið því mér finnst vanta lög eins og MB Rosinn, Jón pönkari og Grænland. Í þeirra stað hefði mátt sleppa lögum eins og Hollywood, Þú hefur valið og Hvað um það.”
En þó tóku flestir fram í umsögunum sínum um plötuna að allt færi þetta eftir smekk hvers og eins og um lagaval á safnplötum sem þessari  væri alltaf hægt að deila.

Þeir voru þó allir sammála um að fylgiblað plötunnar væri fátæklegt. Þar vantaði ýtarlegri upplýsingar til að mynda um hljóðfæraleikara einstakra laga og nefndu sumir þar sér í lagi nýju lög plötunnar. Óneitanlega getur maður ekki annað en tekið undir þá gagnrýni. Því enn er hvergi á prenti að finna upplýsingar um hljóðfæraleikara og tengdar upplýsingar er varða þessi tvö lög plötunnar. Umslagið sem Sveinbjörn Gunnarsson hannaði fékk aftur á móti toppeinkunn enda skemmtileg hönnun og reyndar hafa ýmsir bent á þetta umslag sem eitt af betri umslögum á plötum Bubba fram til ársins 1983.

Vinsældir plötunnar fóru heldur ekki hátt á mælikvörðum Bubba. Þó skaust hún beint í 6. sætið yfir söluhæstu plötunnar á vinsældarlista DV 25. nóvember 1983, féll síðan niður um eitt sæti vikuna á eftir og stóð þar í stað þriðju söluvikuna þann 9. desember og þann 16. sama mánaðar var Línudans komin í 9. sæti listans. Þar með var sögu plötunnar lokið á lista söluhæstu platna landsins árið 1983. En þetta var slakasti árangur á sólóverki merktu Bubba frá því hann hóf ferilinn.

Í lokin má taka fram að bæði nýju lög plötunnar. Það er Hermaðurinn og Stríðum gegn stríði voru valin sem aukaefni á endurútgáfu plötunnar Ný spor þegar það verk kom út í viðhafnarútgáfu árið 2006.

Bárður Örn Bárarson 2008 fyrir Bubbi.is

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.