Lag og texti: Bubbi Morthens
Á dyrnar er bankað, já daguinn kemur hljótt
draumar undir sæng þar lifa ennþá er þar nótt
Í brjósti lifir óttinn, þó enginn sjái neitt
óskin er að dag einn öllu verði breytt.
Við viljum ekki særa þig, siglum bara með
samviskan hún böggar svo í því sem hefur skeð
Þú veist það og skilur að skólinn bíður þín
skammtar mönnum réttlætið ef prófin verða fín
Í tímum telur vikurnar því vorið kemur senn
vargar bíða utandyra leika stóra menn.
Við viljum ekki særa þig, siglum bara með
samviskan hún böggar mig í því sem hefur skeð.
Við viljum ekki særa þig, siglum bara með
samviskan hún böggar mig í því sem hefur skeð.
Stundum ertu markskífa það stefna á þig orð
skelfingin er botnlaus þú gætir framið morð
bjallan vængi færir þér þú flýgur heim á leið
heima er pabbi vímaður, mamma er þreytt og reið.
Við viljum ekki særa þig, siglum bara með
samviskan hún böggar svo í því sem hefur skeð.
Það finnast líka kennarar sem kunna aðeins eitt
kvelja sína nemendur því sjálfir geta ei neitt
þó sumir halda að læra sé leikur öllum kær
er lífið meir’ en bókstafur og málsins ríkilær.
Við viljum ekki særa þig, siglum bara með
samviskan hún böggar mig í því sem hefur skeð
Við viljum ekki , við viljum ekki, við viljum ekki
Við viljum ekki , við viljum ekki, við viljum ekki
særa þig , það böggar mig sem hefur skeð….
Vinsældalistar
#2. sæti DV - Rás 2 (26.2.1988) 7. vikur á topp 10
Athugasemd
Þetta lag var aðeins gert sem promo-myndband en var aldrei sett í almenna sölu. Lagið fór einnig í útvarpsspilun.
Hljómsveitin E-X aðstoðaði Bubba en hana skipuðu:
Pétur Hallgrímsson: Gítar
Davíð Magnússon: Gítar
Ragnar Óskarsson: Bassi
Eyjólfur Lárusson: Trommur.