Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Grein um Mýrdalssandur

Það var í ársbyrjun 1991 að Bubbi hringdi í mig og spurði mig hvort mér fyndist ekki kominn tími á Rúnar. Það væri kominn tími til að koma Rúnari aftur á kortið, kynna hann fyrir nýrri kynslóð sem þann alvöru rokkara sem við, sem eldri vorum mundum eftir. Bubbi taldi að þessi frumherji frá Bítlabænum hefði einhvernvegin fjarlægst uppruna sinn og vildi koma honum aftur á þann stall sem honum bæri.

Ef það ætti að endurskapa þá mynd sem menn höfðu haft af Rúnar Júlíussyni sem rokkkóngi yrði það aðeins gert á einn hátt, að hugsa aftur til upprunans og reyna að gera með honum  einfalda og sterka rokkplötu. Ég var alveg sammála Bubba og var alveg handviss um að ef einhver væri fær um að leysa þetta af hendi væri það Bubbi. Bubbi bað mig að hjálpa sér við verkið, tala við Rúnar minn aldavin, koma á samstarfinu og vera með þeim í ferlinu, vera einshverskonar ,,mentor” á meðan á þessu stæði. Rúnar tók strax vel í samstarfið og opnaði heimili sitt fyrir okkur á undirbúningstímanum.

Í fyrstu vorum við bara þrír. Við Bubbi ókum á hverjum morgni suður í Keflavík til Rúnars og þar var æft. Það var með ólíkindum hvað Bubbi var frjór á þessum tíma það kom nýtt lag úr smiðju hans á nánast hverjum degi og gæðin voru ótrúlega jöfn. Samningur var gerður við hljómplötuútgáfu Steinars Bergs. Strax í upphafi urðu þeir ásáttir um að öll lög og textar yrðu sameiginleg eign þeirra beggja hjá STEF og fannst mér Bubbi sýna þar mikinn höfðingsskap.

Þetta fór vel af stað. Rúnar blómstraði hreinlega í þessu samstarfi.  Lögin hentuðu Rúnari afskaplega vel. Bubbi hafði sannarlega hitt á gamla rokkkónginn í Rúnar. Þeir skiptu söngnum bróðurlega á milli sín. Þetta voru oftast einfaldar og sterkar laglínur með grípandi millikafla. Einn daginn þegar við vorum að koma í Kópavog á leið okkar í bæinn, datt mér í hug nafnið á plötunni: GCD.

Heyra mátti ýmsar vangaveltur út í bæ varðandi nafnið GCD og réðu margir í þetta eins og einhver tákn væru á ferðinni. Einn kunningi minn sagði mér að hann hefði haldið að þetta væri táknið GCD úr starfræðinni (hæsta mögulega deilitalan)!  En afhverju GCD? Jú, einfaldlega af því að þetta eru algengustu hljómarnir í lögunum þeirra, lýsti tónlistinni þeirra best!

Þegar leið á ræddum við hverjir ættu að skipa bandið. Hvernig við fengjum samstæðasta hópinn. Niðurstaðan varð sú að Bergþór Morthens, uppeldisbróðir og frændi Bubba, sem gert hafði garðinn frægan með honum í rokkabandinu EGÓ, myndi ljá lögunum það rokkaða yfirbragð sem við sóttumst eftir og fyrir utan að vera fínn gítarleikari var hann yndislega ljúfur drengur sem gott var að vinna með. Ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur þegar kom að því að ráða trommuleikara til starfsins. Gunnlaugur Briem hafði á þeim tíma  þegar öðlast alþjóðlega viðurkenningu fyrir verk sín með Mezzoforte og ég tel það hafi verið gífurlegur kvalreki fyrir bandið að fá hann í liðið.  Frábær trommari og góður í samvinnu. Með þessa liðskipan Rúnar á bassa, Bubba og Begga á gítar og Gulla Bnriem á trommur, var haldið í hljóðverið í Grjótnámunni í aprílmánuði og byrjað að taka upp.

Venjulega hófst upptakan á að Bubbi söng eitt ,,Clicktrack” með rythmagítar, síðan tók bandið lagið live upp. Hljóðfærum var svo bætt við og svo söng. Reynt var eftir fremsta megni að láta lögin halda einfaldleika sínum og krafti og er þáttur Óskars Páls upptökumanns ekki lítill í að finna þann hljóm sem hæfði bandinu. ,,GCD” varð strax metsöluplata og bandið fylgdi plötunni eftir undir sama nafni. Þorsteinn ,,Denni” Kragh tók að sér umboðsmennsku og Bergur Geirsson sá um hljóðfærin. Báðir stóðu þeir sig með mikilli prýði og var ánægjulegt að kynnast þeim. Hljómsveitin skipaði sér strax í fremstu röð rokksveita landsins og varð gífurlega eftirsótt á næstu misserum.

Tvær breiðskífur fylgdu í kjölfarið ,,Svefnvana” árið 1993 og ,,Teika” sumarið 1995. Það er engum blöðum um það að flétta að GCD er ein sterkasta rokksveit sem komið hefur fram hér á landi enda saman komnir tveir helstu rokkurum Íslandssögunnar: Bubbi og Rúnar

Ég vil að lokum þakka öllum aðstandendum til hamingju með þennan vandaða safndisk og þakka Höskuldi Höskuldssyni útgáfustjóra Skífunnar sérstaklega fyrir hans þátt. Lagavalið gefur sannverðga mynd af því besta sem hljómsveitin gerði. Ég hefði engu breytt. Mér þykir afskaplega vænt um að hafa fengið að vera með í að ýta GCD úr vör.

Góðar stundir

Óttar Felix Hauksson

Greinin hér að ofan birtist fyrst í innleggi plötunnar Mýrdalssandur

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.