Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Grein um Bellman

Skemmtanalífið var heldur dauft á Íslandi á síðari hluta átjándu aldar. Heittrúarstefnan, píetisminn reyndi að ganga milli bols og höfuðs á öllum vikivakadönsum, en upplýsingin var að vakna og benda á möguleika til betra og skemmtilegra lífs þrátt fyrir plágur og vond eldgos. Skálholtspiltar skemmta sér með leiksýningum á Herranótt og í baðstofunum voru haldnar kvöldvökur með lestri og söng og rímnakveðskap. Stundum bar að garði á bæjunum flakkara sem voru fróðir og skemmtu heimamönnum með sögum og söng; Þeir voru hinir eiginlegu trúbadúrar þsss tíma.

En í Stokkhólmi, borginni við löginn var annað upp á teningnum á þessum árum. Gústaf konungur þriðji var mikið fyrir listirnar og gerði mikið fyrir þær og segja má að valdatíð hans hafi verið ein óslitin listahátíð. Og meðal vina hans var söngvaskáldið Carl Michael Bellman, eftirsóttasti skemmtikraftur þss tíma.

Bellman var fæddur 1740 í bæjarhluta sem kallast Södermalm í Stokkhólmi og þar og í Gamla Stan, elsta bæjarhlutanum undi hann sér best alla sína ævi. Þó að hann gerði sér reyndar lautarferðir út í náttúruna, nestaður vel, eins og kvæði hans bera vott um. Þegar Bellman fæddist voru íbúar Stokkhólmas um 30 þúsund en voru ornir um 75 þúsund þegar hann dó. Og krár voru sagðar um 700 þar af á þriðja hundrað í Gamla stan einum.

Í raun var ekkert sem ýtti undir það að Bellman yrði frægur bóhem nema einhver óskiljanleg þrá og löngun sem verður varla skýrð með venjulegri erfðafræði. Foreldrar hans voru vel metnir borgarar og í góðum bjargálnum, föðurafi skáldsins prófessor í mælskulist í Uppsölum og faðirinn ritari í Hallarráðinu kvæntur dóttur sóknarprestsins við Maríukirkjuna þarna á Södermalm. Carl Michael hlaut góða menntun í heimahúsum og hóf meira að segja háskólanám í Uppsölum, en eitthvað hefur hann þó verið annars hugar við námið, því hann gengdi einnig starfi við Ríkisbankann. Stóð svo til 1763, en þá var söguhetja vor satt að segja að flýja land til að sleppa við skuldarfangelsi. Hann hafði byrjað að yrkja 18 ára gamall og það líf sem því fylgdi var býsna fjárfrekt.

Hagur strympu vænkaðist 1772 þegar Bellman komst undir verndarvæng konungs, sem gerði hann að ritara í ríkishappadrættinu, en því fylgdu laun en lítil vinna. Brátt varð Bellman hrókur alls fagnaðar, jafnt við hirð sem á krám. Því honum þótti gaman að syngja ljóðin sín og leika undir sjálfur og ku hafa gert það með eindæmum vel. Auk þess var hann vinsæl eftirherma, ekki bara á raddir manna og kæki  heldur var til þess tekið að hann gæti hermt eftir hvaða hljóðfæri sem var. Maðurinn var með öðrum orðum óvenjulega tónvís, svo sem verk hans bera vitni, ljóð og lag fallast þar í faðm.

Þeim má skipta í þrjár deildir fyrst og fremst. Fyrst koma trúarleg ljóð, en brátt fór hann að yrkja gamankvæði með vinum sínum úr biblíunni. Eitt þeirra Gamli Nói hefur verið á vörum Íslendinga öldum saman, þó að textinn sem oftaster sunginn á íslensku sé reyndar stórum hæverskari en frumtextinn. Þessi kvæði eru stundum yndislega ljóðræn, stundum hressilega hispurslaus, raunsæisleg eða upphafin, oft gamansöm en líka sár og harmræn. Ljóðunum safnaði Bellman í bók sem hann kallaði Fredmans spistlar eða Pistlar Fredmans. Fredman þessi var úrsmiður og ein aðalpersónan í safni Bellmans af glaðværum drykkjukvæðum. Þeir mynduðu einskonar drykkjustúku  – Bacchi Wapen –  og kenndu sig þannig til guðsins Bakkusar. En sú þjónusta er  sem kunnugt er ekki bara gleðin ein og ljóðin lýsa mörg hver hver tragísku lífi.

Lögin fékk Bellman flest að láni, aðallega húsganga frá Frakklandi eða annarstaðar á meginlandinu og lagfærði eftir sínum hentileikum. Sum lögin virtist hann þó hafa samið sjálfur. Ári síðar komu sögur Söngvar Fredmans og þar bregður aftur fyrir sömu persónuunum eins og t.d. Ullu Windbland, gyðju gleðinnar í hópnum. Á þessum tveimur ljóðasöfnum hvílir skáldfrægð Bellmans fyrst og fremst, þó að miklu meira liggi eftir hann.

Þó að Bellman væri þannig í raun hirðskáld var hann fyrst og fremst alþýðuskáld og lög hans áttu greiða leið að hjörtum annarra en bókmenntafræðinga alla tíð. Í Svíþjóð var hann talinn í hópi bestu skálda Svía fyrr og síðar og brátt barst frægð hans til annara landa. Íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn höfðu snemma pata af Bellman, og ófá eru þau íslensku skáldin sem reynt hafa að snúa ljóðum hans á íslensku allt frá Eiríki Björnssyni víðförla með Gamla Nóa sinn árið 1787 til Hnnesar Hafstein á 19. öld og Jóns Helgasonar, Sigurðar Þórarinssonar, Hjartar Pálssonar og fleiri á okkar dögum. Og ýmsir fleiri en stúdentar hafa yljað sér  við að syngja lögin og má minnast á MA-kvartettinn eða Sigurð Þórarinsson sjálfan, svo yngri íslenska Bellman-söngvara. En nú er gaman til þess að vita að söngvaskáldið okkar Bubbi Morthens, hefur bæst í þann hóp.

1777 kvæntist Bellman tvítugri stúlku sem ól honum fjóra syni. Var hjónabandið sagt farsælt þó húsbóndinn væri ekki alltaf heima. En á grímudansleiknum fræga 1792 syrti í álinn. Konungurinn, vinur Bellmans var þá myrtur. Tveimur árum síðar var Bellman dæmdur í skuldafangelsi og fangavistin lék hann illa jafnt líkamlega sem andlega svo hann veslaðist upp. Þessi gamla samkvæmishetja dó örsnauð árið 1795 og nokkrir vinir skutu saman fyrir útförinni.

En orðstírinn lifir. Hver ný kynslóð hefur gengið á hönd heillandi skáldheimi Bellmans og hér á Íslandi hefur hann glatt marga. Vænta má að fleiri bætist í þann hóp eftir að Bubbi hefur glímt við skáldbróður sinn.

Sveinn Einarsson

Greinin hér að ofan birtist fyrst í innleggi plötunnar Bellman.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.