Lag og texti: Bubbi Morthens
Lítill strákur ljós og fagur
bíður hljóður faðminn sinn
Sólin brosir bjartur dagur
læðir kossi á vanga minn.
Þó skuggi dökkur skríði yfir
heiminn þinn, hann hverfur fljótt
Í kjærleikanum ljósið lifir
ljós sem lýsir dimma nótt
Heimur breytist
hjarta þreytist
fastur punktur
ég er hér.
alltaf, alltaf
litli vinur
alltaf, alltaf
trúðu mér.
Svo erfitt er að eiga að skilja
ýmsa hluti í heimi hér
fullorðið fólk og þeirra vilja
barnið skilur bæði og sér.
Athugasemd
Óútgefið annað lagið sem Bubbi flutti á útgáfutónleikum sínum 6. júní 2008
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





