Lag og texti: Bubbi Morthens
Úr pontunni á alþingi ómar rödd um salinn.
Æsku vora eiurlyf eru að leggja í valinn.
Atkvæðin má veiða með margvíslegu tagi.
Milljón lofa hér og þar þá verður allt í lagi.
Áfengi er ráðherrans slökun eftir slarkið
reynist alltaf allrabest eftir dægurharkið.
Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað
mælti heitur ráðherrann og glotti útí annað
Áherslan í pólitík er fjögurra ára framtíð
finna verður málefnið og lofa betri tíð
Ríkir verða ríkari og hinir meiga svelta
grimmustu hundarnir þurfa aldrei að gelta.
Sölumenn dauðans, í ræðu og riti fjalla um
reiðir lofa þyngri dóm til vermdar borgurum.
Meðan áfengið flæðir frjálst um blessað landið
Við drekkum bara í hófi og til að styrkja bræðrabandið.
Áfengi er þjóðarböl og þingmenn loka augum
Það selur ekki atkvæði, óhollt þeirra taugum
“Sölumenn dauðans” er flottur, svalur frasi
Réttlætingin leyfir allt með vín í glæru glasi
Hræsnin ræður ríkjum í hjörtum þingmanna
sem að stjórna Ísalandinu, það döpur dæmin sanna.
Víst fella eiturlyf ungt fólk í voru landi
Því duga ekki forvarnir sem byggaðar eru á sandi.
Úr pontunni á alþingi ómar rödd um salinn
Æsku vora eiturlyfin eru að leggja í valinn.
Atkvæðin má veiða með margvíslegu tagi
milljón lofa hér og þar þá verður allt í lagi.
Athugasemd
Eitt óútgefu laga Bubba. Flutt m.a í Ríkissjónvarpinu 2002