Lag og texti: Bubbi Morthens
Þú vaknar inn í nýja dögun
lýgin grær fallega græn
Þú lætur sem þú sjáir ekkert
ert hjálpsöm og væn.
Ó, þessir dagar sem koma
færandi hendi
vonin sem Guð sendi
Þú hellir í glasið
sama rólega fasið
og hlærð út í eitt.
Þú sofnar inn í nýtt myrkur
lýgin svo saklaus að sjá
Gengur um hús þitt nakin
fyllir þig sjúkri þrá.
Ó, þessir dagar sem koma
færandi hendi
vonin sem Guð sendi
Þú hellir í glasið
sama rólega fasið
og grætur út í eitt.
Regnið elskar landið
vindurinn fylgir með
blómin hanga hnípin
svo grátt er orðið þitt geð.
Þessir dagar sem koma
færandi hendi
vonin sem Guð þér sendi.
Er þú hellir í glasið
sama dapra fasið
og drekkur út í eitt.
Athugsemd
Eitt óútgefinna laga. Flutt á tónleikum 2006, m.a. á þematónleikum á Nasa.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





