Lag: Írskt þjóðlag, texti: Bubbi Morthens
Þú munt sofa vært í kvöld
þegar sólin baðar dalinn
og gyllir grænann salinn.
Þegar vorið kyssir kinn
syngur blærinn sönginn þinn.
Þegar sumarkvöldið bjarta
kveikir eld í hjarta
og garðurinn er hljóður
syngur blærinn sönginn þinn.
Þú munt sofa vært í kvöld
við vatnið strákar veiða
ævintýrin seiða
þið tvö í grænu túni
þá söng björt framtíðin
ljúft í mannsins hjarta
yfir engu var að kvarta
allt var gott og gleðin
var unga konan þín.
Þú munt sofa vært í kvöld
þar sem tréin prýða garðinn
er græni minnisvarðinn
sem sjálfum þér þú reistir
þar hljómar söngur þinn.
Þegar morgun rís að nýju
og fyllir allt af hlýju
mun hjarta þitt syngja
þetta er sveitin mín.
Athugasemd
Óútgefið, en textinn er saminn sérstaklega vegna fráfalls föður Bubba. Bubbi flutti það við jarðaför hans og síðan í þætti hjá Óla Palla á Rás 2 aðeins fáum dögum síðar.