Lag og texti: Bubbi Morthens
Venus var strákur með brosið blíða
í veröld sem var full að kvíða
Andlit eins og málverk, fullkomið að sjá
fullur að draumum, lífi og þrá.
Venus var strákur sem fór aftur heim
stjarna svo skær, fallegust af þeim
sem á himni skín svo skært
sem á himni skín svo skæt.
Venus var strákur sem dvaldi um stund
meðal okkar hinna með sína ljúfu lund
kvikur sem dádýr, á verði alla tíð
vera litaður á íslandi kostar stríð.
Venus var strákur sem fór aftur heim
stjarna svo skær, fallegust af þeim
sem blika á himni í nótt
sem blika á himni í nótt.
Venus var strákur og veruleikinn sá
hann lifði aðeins 25 ár
Stjarna svo falleg sem blikar skær
svo nálægt mér en samt svo fjær.
Venus var strákur með brosið blíða
í veröld sem var full afkvíða
Andlit eins og málverk, fullkomið að sjá
fullur að draumum lífi og þrá.
Venus var strákur og veruleikinn sá
hann lifði aðeins 25 ár
Stjarna svo falleg sem blikar skær
svo nálægt mér en samt svo fjær.
Athugsemd
Þetta lag var samið sérstaklega vegna minningartónleika sem fóru fram á Nasa í september 2009 og kom Rauði Kross Íslands að þeim.