Lag og texti: Bubbi Morthens
Það kemur dagur eftir þennan dag
eins kemur vor eftir vetur.
Sumarið mun aftur syngja þér lag
og sólin mun bæta um betur.
Það má vera þegar gott er í ári
erum við sjálfhverg og þreytt.
En þegar þjóðin særð er sári
þá slá hjörtun sem eitt.
Við erum fjölskylda
ein stór fjölskylda.
Við erum ein sjölskylda
ein stór fjölskylda.
Þó nóttin sé dimm og dögunin grá
þá dveldu í ljósinu bjarta.
Þar er lausnin og lífsins þrá
hið Íslenska þjóðarhjarta.
Athugsemd
Lagið var samið sérstaklega fyrir samstöðufund sem Bubbi blés til þann 8. október 2008, á Austurvelli. Bubbi samdi þetta lag dagin og nóttina fyrir þessa uppákomu. og var frumslutt á Rás 2 um morguninn og nokkru síðar á Bylgjunni. Þar sem Bubbi flutti lagið á báðum stöðum við eigin undileik. Stríð og Friður lék það með Bubba á samstöðutónleikunum þennan sama dag.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





