Lag og texti: Bubbi Morthens
Vaknaði upp í morgun,
- myrkt var mitt hús
Vaknaði upp í morgun,
- dimmt var mitt hús
Ég vaknði við að skollinn var að banka krísublús
Er lífið þá búið?
- veit sá sem ekki spyr.
Er lífið hamingju rúið?
- veit sá sem ekki spyr.
Veit bara að sólin hún skín á bak við læstar dyr.
Ný dögun er á Íslandi
- allt sem áður var
Nýir tímar eru á Íslandi
- allt sem áður var
er horfið og allir spyrja
- en engin fær neitt svar
Vaknaði upp í morgun,
- myrkt var mitt hús
Vaknaði upp í morgun,
- dimmt var mitt hús
Ég vaknði við að skollinn var að banka krísublús
Athugasemd
Lagið vel þekktur Blússtandart úr smiðju Bubba en textinn nýr og frumflutt í fyrsta þætti Færibandsins á Rás 2. sem var á dagskrá 13 október 2008