Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég er svarta hliðin á hvítu
líf mitt hangir á spýtu.
kærleikann verð að gefa
sjálfum mér fyrirgefa.
Ég er ekki það sem þú heldur
rauðgulur reiður eldur.
Hjarta mitt fullt af efa
og ég verð að fyrirgefa.
Ég er maður, ég er kona
og ég lifi og ég vona.
Óargadýr er hægt að sefa
allt sem þarf er að fyrirgefa.
Ég er svarta hliðin á hvítu
líf mitt hangir á spýtu.
kærleikann verð að gefa
og sjálfum mér að fyrirgefa.
Athugsemd
Lagið samið fyrir þáttinn Færibandið sem Bubbi var með á Rás 2. Frumflutt 20.10.2008
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





