Lag og texti: Bubbi Morthens
Í fimmtíu ár fullvalda þjóð
falleg ertu og góð.
Á tillidögum tjalda þeir til
og týnd úr geymslu eru kerti og spil
úr stút er drukkið við drekkingarhyl
og í gjánni skáldið les ljóð.
Fisksækna, framsækna þjóð
falleg ertu og góð.
Ráðherrana fríðu flokkar
frelsið lofa, það er okkar.
Fólkið uppí hlíðinni
hlustar og stoppar
Ó, þessi hamingjusama þjóð.
Þeir vitna í söguna á dýrðardögum
og fagnandi mæla í dæmisögum
en vinur ekki trúa öllu hér
ennþá er í landi þínu,
ennþá er í landi mínu
erlendur her.
Fimmtíu ár fullvalda þjóð
falleg ertu og góð.
Forfeður okkar í gröfunum liggja
ekki bara myndi það styggja
látna garpa, hæða og hryggja
að týnd er þeirra troðna slóð.
Mín fullvalda furðulega þjóð
falleg ertu og góð.
Sögu okkar sagan geymir.
Sagan eins og fljótið streymir.
Kannski við bakkann ánna dreymir
að hverfi burt hið illa stóð.
Mín elskulega þrjóska þjóð
þreytuleg og móð.
Í hvurju horni kóngur er
heiminn sinn í naflanum ber
harðari en fjandinn og fylginn sér
í æðum hans er blandað blóð.
Mín göfuga gáfaða þjóð
gleðileg eru þín hljóð.
Á tillidögum tjalda þeir til
og týnd úr geymslu kerti og spil.
Úr stút er drukkið við drekkingarhyl
og til eru menn sem lesa ljóð.
Athugsemd
Eitt margra óútgefinna laga Bubba sem verðið hefur á tónleikaprógramminu af og til.