Lag og texti: Bubbi Morthens
Sjáið; hann er hermaður
með sprotann í hendi sér
bak við hann er annar staður
handa fólki eins og þér
Og einhver staðar langt út í heimi
land þar óx og varð að vél
ruddi út úr sér orðaflaumi
og hertók landið frá þér og mér
Þeir sögðu að landið yrði að verja
fyrir stórum rauðum her
og á honum skyldu þeir berja
fyrir mig og þig
Hafið þið heyrt annað eins
þeir hafa logið og sagt þetta um allan heim
í rómennsku - Am’ríku þeir sögðu verra
en kúga er þar ein sjálfs síns herra
Ég vildi að við værum alveg eins
Ég vildi að við værum alveg eins.
Athugasemd
Eina upptakan sem vitað er um er frá tónleikum Bubba í Norræna Húsinu 1978