Lag og texti: Bubbi Morthens
Ætlar þú að missa af bátnum góði
eða báturinn að missa af þér
Ætlar þú að missa af bátnum góði
eða báturinn að missa af þér.
Glæstar framtíðar vonir
fullar hendur, fé!
Ætlar þú að missa af bátnum góði
eða báturinn að missa af þér.
Gegnumsoðnir beitningarfingur
sólarhringstörn.
Í hausnum glymur undarlegt glyngur
höndin er helköld.
Ætlar þú að missa af bátnum góði
eða báturinn að missa af þér.
Inn í lúkar matarbúkar,
slorlyktin fyllir vitin á mér
Sannar sögur, Tígulgosinn
bíða eftir þér.
Ætlar þú að missa af bátnum góði
eða báturinn að missa af þér.
Þriggja vikna útilega
styrkir líkama og sál.
Æðar þrútna, hendur gildna
vöðvar eins og stál.
Ætlar þú að missa af bátnum góði
eða báturinn að missa af þér.
Í landlegu þú hoppar af kæti
aura þú átt að fá.
En útgefin sparkar undan þér færi
bruggar þér laumuráð.
Er verið að gera grín af þér bróðir
er verið að hæðast að þér.
Athugasemd
Elsta upptaka þessa lags er frá Ríkisútvarpinu 1981. Sennilega frá 1. des hátíð Stúdenta það ár. Þá er vitað af laginu í annari útsetningu en sama texta frá tónleikum á Akureyri 1983.