Lag og texti: Bubbi Morthens
þar sem kalt er og slorlygt í lofti
Hann bíður eftir þér
þar sem kalt er og slorlygt í lofti
Hann bíður eftir þér.
Slær þér á öxl, bíður í nef
kann öll deili á þér
Þó augu hans logi af visku
trúðu honum varlega
Þótt augu hans logi af visku
Hann lýgur sem nú er í tísku
treystu honum hóflega
Heiðarlegi Gvendur
Þó rödd hans sé rám og ryðguð
Krumlur hafi sem stál
Þó rödd hans sé rám og ryðguð
Krumlur hafi sem stál
Þá er hjarta hans vatnsblautur sykur
hugsjónin kulnuð bál
Þó þylji hann yfir þér langulokuhund
um sigra af sjálfum sér
Þó þylji hann yfir þér langulokuhund
um sigra af sjálfum sér
Þá gleymdu því aldrei
ekki eina einustu stund
hann kemur aftan að þér.
Athugsemd
Hljóðritað fyrst fyrir plötuna Fingraför 1983 en aldrei gefið út.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





