Lag og texti: Bubbi Morthens
Spegilmyndir á votu malbiki
öskur trúðsins í nóttinni
grátur eldsins í sólinni
rísandi tungl í ræsinu
skip eins og fuglar leggja af stað.
Vex í ræsinu svört rós
stingur þann sem þráir hvíta rós
trúðurinn hefst ekkert að
hláturinn utan af götunni
gaf honum betri dag.
Þegar Rolsar leggja af stað
með lífsþreytta farþega
blóðlausar kinnarnar
Þeir fylla á sér æðarnar í ræsinu
litlir sætir Kennedýar.
Bergmál hárra hæla
vekur svengd hjá rottunum
sem liggja við báttrýnið
selja sig á vindinum
sem ber þeim lykt af kynfærum
og dýrum vindlingum.
Þeir hlúa hver að öðrum
sem í ræsinu búa
veruleikinn of nakinn til að ljúga.
Ríkir uppar eymdina sjúga
sem skelfist hversu flott þeir búa
á hvítum lakkskóm
á tungu hórunnar þeir dúa.
Í ræsinu, fara börnin í læknisleik
með sýktar sprauturnar
þar á ég mér von um betri dag.
Í ræsinu þar sem hugsanir mínar deyja
Þar á ég mér von um betri dag.
Athugsemd
Óútgefið var bæði flutt í sjónvarpi og á tónleikum um 1985. Má t.d. nefna Kvöldstund með Listamanni í Sjónvarpinu. Bubbi átti síðar eftir að nýta hluta textans í efni á plötunni Frelsi til sölu.