Lag og texti: Bubbi Morthens
Saga götunnar er saga mín
kvíslaði brotin rödd
tónar götunnar er angist þín
sem senn verður kvödd.
Þar sem orð þín ná ekki að vakna
þar tekur þín eigin veröld við.
Þar sem þau bjuggu er einskins að sakna
aðeins minning um lágværan klið.
Og ég hef séð það
og ég hef heyrt það
og ég hef fundið það
og ég skil það
að allir vilja vera stikkfrí.
Húsin í götunni, þau minna á gáma
sum er skreitt önnur með vegleg hlið
ljósin í götunni kasta undarlegum bláma
á garða sem minna á japönsk svið.
Og fólkið í götunni á dýra bíla
sem standa eins og vagn með hlið við hlið
okkar veröld er þeirra grýla
sem þau nota á börnin við og við.
Ráðherrann í götunni hann er vinur minn
hann bíður með opinn faðminn
kveður í dyrunum með koss á kinn
og gerir krossmark við dyrakarminn.
Þar sem orð þín ná ekki að vakna
þar tekur þín eigin veröld við
þar sem þau bjuggu er einskins að sakna
aðeins minning um lágværan klið.
Athugsemd
Óútgefið, samið og flutt árið 1985, t.d í Kvöldstund með Listamanni í Ríkissjónvarpinu. Bubbi nýtti síðar hluta viðlags á plötunni Frelsi til sölu.