Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég rápa um á Rásinni og rispa plötur
Pota sjálfum mér greiðari götur
Ég dansa fyrir þjóðina með rödd mína af kæti
Kýli sjálfum mér í fyrsta sæti.
Ég stjórna opnun í blaðinu stóra
skrifa um sjálfan mig hef engan móra
Ég er fjölmiðlafrí og ég fitna og dafna
af djöfulmóð ég djöflast, stefgjöldum ég safna
Ég er fjölmiðlastjarnan þú sérð mig í Holly
sjálfsmyndir ég gef þér sætur og djolly
rödd mín lifir í hvers manns hjarta
er ástæða til að kvarta
Af öfund og illsku aðrir mig ræja
reyndur maður eins og ég kann að hlæja
Ég bjó til listann áður en ég fór að syngja
sárt fyrir suma þessu er erfitt að kyngja
Ég, ég, ég, ég, stjórna opnun í blaðinu stóra
skrifa um sjálfan mig hef engan móra
Ég er fjölmiðlafrí og ég fitna og dafna
af djöfulmóð ég djöflast, stefgjöldum ég safna
Ég er fjölmiðlastjarnan þú sérð mig í Holly
sjálfsmyndir ég gef þér sætur, flottur og djolly
rödd mín lifir í hvers manns hjarta
er ástæða til að kvarta.
Athugsemd
Flutt í Ríkissjónvarpinu 1986.