Lag og texti: Bubbi Morthens
Votir klettar kalla á brimið
kalt er í dauðsmanns vík
marar í þara, þakið fuglaskara
lemstrað lík
Við klettana gráu, klettana háu
á kvöldin heyrist hvíslað þar
tók mig aldan, tók mig kaldan
tók mig kaldan svartur mar
votum klóm í kletta læsir
kólgubrim í þröngri vík
í fjörunni svörtu glitta sérðu í björtu
á sjórekið lík
Ótt og títt gulir goggar
grafa djúpt í þrútið hold
beinin votu beinin votu
verða aldrei, aldrei mold.
Athugsemd
Lag sem gjarnan var á tónleikapríogrammi Bubba um 1991 og eiginlegt andsvar hans við minningunni um Óskalög sjúklinga og ámóta þætti í útvarpinu á árum áður með tilvísun í samnefnt lag.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





