Lag: Bubbi Morthens, texti: Kristján Hrafnsson
Horfðu á mig vinur, veistu hver ég er?
Ég er nærri þér en þú hefur haldið.
Ég er lítill svartur maður og ég lifi inní þér,
ég er lævís eins og köttur bak við tjöldin
Ég er kommonisti, krati, kerfishatari,
kannski heimdallingur af og til
prúðbúinn sem prestsonur eða pönkari
og blómabarn og hippi ef ég vil
Ég er mannsins innsta eðli og aldrei hef ég breyst
æfaforn en þó ávalt nýtt
Speki mín er flókinn og á ótal rökum reyst
og alltaf hafa mennirnir mér hlýtt
Ég beiti ýmsum brögðum til að styrkja minn hag
Ég þekki þínar kenndir, þínar þrár,
ég vaki yfir þér vinur, vaki nótt og dag,
ég vaki yfir þér vinur dag og ár.
Ég er mannsins innsta eðli og aldrei hef ég breyst
æfaforn en þó ávalt nýtt
Speki mín er flókinn og á ótal rökum reyst
og alltaf hafa mennirnir mér hlýtt
Frá því Sesar komst til valda og Neró brendi Róm
Þar til rætast munu Nostradanusar spár
Þá er það alltaf ég sem mun kveða upp lokadóm
og ég mun kveða upp dóm um ókomin ár
Ég er mannsins innsta eðli og aldrei hef ég breyst
æfaforn en þó ávalt nýtt
Speki mín er flókinn og á ótal rökum reyst
og alltaf hafa mennirnir mér hlýtt
Ég er lítill svartur maður og ég lifi inní þér
ég er lævís eins og köttur bak við tjaldið.
Athugasemd
Gert var demómyndband við þetta lag fyrir Ríkissjónvarpið árið 1987 og sýnt í sjónvarpi þá um áramótin. Eftir að hafa verið sýnt 2-3 var það lagt á hillur gleymskunnar af óskyljanlegum ástæðum. Það hefur þó komið til álita að gefa það út en af því hefur ekki orðið. Bæði lag og texti eru þess eðlis að það ætti að vera hér til því margir harðir aðdáendur Bubba muna eftir myndbandinu.
Kredit:
Bubbi Morthens: Söngur ; Trommur: Halldór Lárusson ; Bassi: Jakob S. Magnússon ; Hljómborð: Tómas M. Tómasson ; Gítar: Þorsteinn Magnússon