Lag og texti: Bubbi Morthens
Lífið er aðeins rúnturinn með malbikað myrkur
sem mænir á þig soltnum augum og gefur engin grið.
Þér finnst þú eiga athvarf í öldum þessara skugga
sem æða um í vitund þinni leitandi að frið
Þetta líf,
þetta líf , Þetta líf var mitt
Þetta líf
þetta líf heimtar bráðum sitt.
Já, Þetta líf, þetta líf ,
Þetta líf var mitt
Vitund mín var ofin úr draumum dauðra manna
sem drepnir voru í móðurkviði með krók, sköfu og nál.
Höfuð mitt er tunglið, þar fótspor enn má finna
og ég ferðast um í tímanum með veðsetta sál.
Aðra veröld augun skynja og skilja að þar er ljósið
skrítið, mér var aldrei boðin nein önnur leið
Í hrollköldu rökkrinu bænir mér bjóða friðinn.
Athugsemd
tvær demóupptökur eru til af þessum texta með sitthvoru laginu, Sú fyrri frá janúar 1994 og sú seinni síðar sama ár.