Lag og texti: Bubbi Morthens
Snjókornin falla, hvít er jörð
hljóð er borgin mín í nótt.
Hátíð ljóss og friðar ríkir yfir öllu
sefur jörðin hljótt.
Klukkur hringja saman fögnum vér.
Dýrð sé honum, Halilúja.
Sjá augu barnsins ljóma hér.
Dýrð sé honum, Halilúja.
Dýrð sé honum, Halilúja.
Hátt á himni skín vonarstjarnan mín
stjarna hinna smáðu.
Aldrei hverfur mér vonar stjarnan mín
stjarna hinna hrjáðu.
Dýrð sé honum, Halilúja.
Klukkur hringja saman fögnum vér.
Dýrð sé honum, Halilúja.
Sjá augu barnsins ljóma hér.
Dýrð sé honum, Halilúja.
Athugsemd
Þetta lag var frumflutt á tónleikum (líklega í Mosfellsbæ í desember 2008. Lagið var einnig opnunarlag Fælrbandsins á Rás 2. þann 22. desember 2008 og þar sagði Bubbi að þetta lag yrði á væntanlegri jólaplötu sem hann ætlaði sér að gera.