Lag og texti: Bubbi Morthens
Við fæðumst vinur og við munum deyja
og í rykið við þurfum öll að skrifa
gegn óréttlæti sumir kjósa að þegja
og í þögninni skömmin mun lifa.
Erum við kófarar, sem dönsum nakin
þar sem jáið hljómar þúsundfalt
Erum við manneskjur með upprétt höfuð
Þrá mín vakir þar til hjartað verður kalt.
Hér ligg ég vinur, óttast enga dóma
sáttur við Guð, sjálfan mig og menn
Ég þagði aldrei, ég lét rödd mína hljóma
Ég lét hjarta mitt ráða því óttinn kemur senn.
Erum við kófarar, sem dönsum nakin
Eða erum við manneskjur sem berum höfuðið hátt
Látum rödd okkar heyrast svo gamli klakinn
fái nýja rödd með söng í frelsis átt.
Athugasemd
Frumflutt í Færibandinu 15. desember 2008