Lag og texti: Bubbi Morthens
Hann fór hlæjandi alla leið í bankann
flissandi alla leið í bankann
engin leið að hank ‘ann
Þú ert að dansa upp á dekki.
Ó, svo erfitt með þessa hlekki.
Hann tók allann auðinn og át öll brauðin
og hvarf í milljarðamekki.
Hann fór hlæjandi alla leið í bankann
flissandi alla leið í bankann
engin leið að hank ‘ann.
Þeir skuldsettu landið og hlóu
í Frakklandi sporðrendu lóu
og neyta að borga og grenja og orga
og skuldir af borðinu slóu.
Hann fór hlæjandi alla leið í bankann
flissandi alla leið í bankann
engin leið að hank ‘ann.
Þeir eru ennþá að mata krókinn.
Þeir riðja borðin og nota hrókinn.
Með mammon þeir plötta og tólin hans totta
og skilja þig eftir með djókinn.
Hann fór hlæjandi alla leið í bankann
flissandi alla leið í bankann
engin leið að hank ‘ann.
Þeri fóru allir alla leið í bankann
flissandi allir í bankann
engin leið, engin leið, engin leið,
enginn vilji, engin vilji
til að hank’ann.
Athugsemd
Frumflutt í Færibandinu á Rás 2 þann 8. desember 2008
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





