Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Bak við fjöllin háu

Lag og texti: Bubbi Morthens

Hvert fóru sögurnar sem sagðar voru?
Þær sofa í auðum húsum köldum.
hvað varð um bátana sem björgina sóttu?
Bundnir í þara ásamt ógreiddum gjöldum.

Hér blása vindar í veröld án barna
og vargurinn finnur heldur ekki miðin
og eldhúsin fyllast af fólki með kaffi
menn finna hvað hún tekur á djöfuls biðin.

Hvert fer fólkið þegar þorpin loka
inní þokuna gráu, bak við fjöllin bláu
og netin þau fanga aðeins pappír og poka
þar sem þau hanga, haustdaga langa.

Fjöllin þau standa og stara út fjörðinn
stundirnar líða þau bíða og bíða
að firðirnir aftur fyllist af  þorski
hér fiska menn ekkert lengur nema kvíða.

Og þingmenn skála og skríða oní glösin
skuldirnar jukust svo undur skjótt
og ráðþrota fólkið það fyllist af ótta
sem fangar af þeim svefninn nótt eftir nótt.

Húsin eru veðsett og vonin líka
verst er að geta engu breytt.
Atvinnubætur strá salti í sárin
það svíður að geta ekki skuldirnar greitt.

Menn verða að trúa og telja í sig kjarkinn
tína ekki hjartanu, bera höfuðið hátt.
Vonin er neistinn sem gerir mann að manni
maður verður að berjast þó allt sé svart og grátt.

Athugsemd

Þetta lag var fyrst hljóðritað 5. Mars 1993 er Bubbi kom fram í þætti  Stöðvar 2., sem bar yfirskriftina “Börn með krabbamein”.  Næst á Akranesi í október sama ár þar sem hann tileinkar öllum fyrrverandi og starfandi þingmönnum þessa lands. Bubbi hóf tónleika sína í Borgarleikhúsinu 9. nóvemeber sama ár á þessu lagi, Lagið var líka á dagskráiin 9. desember í þjóðleikhúskjallaranum. Á þorláksmessutónleikunum þetta ár flutti Bubbi lagið og var það í fyrsta sinn sem hann kynnir lagið. Á þorláksmessu 1995 mætti Bubbi með þennan texta við allt annað lag. Textinn hvarf og endanlega útgáfa lagsins ver gefin út á plötunni Arfur undir heitinu Hvert fer fólkið en þá var aðeins viðlagið eftir.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.