Lag og texti: Bubbi Morthens
Dílerinn er nýfarinn
finnum pípuhró
Fírum svo í stertinum
af stuði er meira en nóg.
Látum pípuna ganga
Gummi hvað ertu að hanga
Gætirðu ekki kveikt græjunum á
svo segjum við allir Vá!
Við segjum Váaaaaá
Við segjum Vá!
Við segjum Vá!
Við segjum Vá!
Í tónlistinni eru skilaboð
það skildi ekki vera?
Skilaboð til þín og mín
að hátta okkur bera.
Sá leikur getur aðeins þýtt
öll við erum grýtt
Upp í lof rekum við svo stórutá
Svo segjum við öll Vá!
Við segjum Váaaaaá
Við segjum Vá
Við segjum Vá
Við segjum Vá.
Kristján er með hvítuna
Heilsan er ekki góð
Hamingjan sanna nú liggur hann
sem réttáðan stóð.
En pælum ekki neitt í því
Nonni treður aftur í
Þá kemur hann Óli lokbrá
Þá segjum við öll Vá!
Við segjum Váaaaaá
Við segjum Vá
Við segjum Vá
Við segjum Vá.
Svangur virðist hópurinn
étum á okkur gat
Einhver verður að standa upp
og sækja í strákana mat.
Engin viðbrögð, frosinn tími
Fjandinn hvar er sími.
Ekkert líf er hér inni að sjá
Jú bíddu aðeins, Vá!
Við segjum Váaaaaá
Við segjum Vá
Við segjum Vá
Við segjum Vá.
Athugsemd
Demóupptaka frá maí 1996. Lagið fékk síðar nýjan texta og þá sem einskonar barnalag sem Bubbi hljóðritaði ásamt barnakór Kársness og var gefinn út á plötunni Bestu barnalögin. Bubbi endurvann þennan texta og söng aftur inn í demósession árið 2002. undir heitinu Við segjum allir Vá.