Lag og texti: Bubbi Morthens
Engillinn er nýfarinn
finnum okkur skjól
Fírum svo í hjartanu
með stelpu í gulum kjól
Láttu bílinn ganga
Gummi hvað ertu að hanga
Gætirðu ekki kveikt græjunum á
svo segjum við allir Vá!
Við segjum Váaaaaá
Við segjum Vá
Við segjum Vá
Við segjum Vá
Frá sólinni eru skilaboð
Það skildi ekki vera
Skilaboð til þín og mín
að hátta okkur bera.
Sigga er farið að langa
látum skrattann hanga
Leggist hann ekki bakið á
þá segjum við allir Vá!
Við segjum Váaaaaá
Við segjum Vá
Við segjum Vá
Við segjum Vá
Menn hafa spáð því Siggi minn
sumarið verði heitt
sextán þúsund fiðrildi
rúðuna hafa skreytt
Nanna er með fingur langa
Lilli hvað ertu að hanga
nú brosir hann stífur með stóru tá
Þá segjum við allir Vá!
Við segjum Váaaaaá
Við segjum Vá
Við segjum Vá
Við segjum Vá
Athugasemd
Eitt þeirra laga sem tekið hefur breytingum. Upphaflega sungið inn sem demó 1996 undir heitinu Söngur hippanna. Síðar unnin nýr texti við lagið og hljóðritað fyrir barnaplötu. En hér er hippasöngurinn kominn aftur nú nokkuð annar en frá 1996.