Lag og texti: Bubbi Morthens
Það er ekki alltaf sólskin á sunnudagsmorgni
Þó sumarið lofi því.
Nei varsatu spánna um veðrið þó hún lofi
engum vindi og golan verði hlý.
Skuggarnir bíða blakkir og kaldir
Skrugguskýin þó þú tjaldir
Æla á þig eldingum og regni síðan
Þú öslar fljótið hvar er blessuð blíðan.
Þig vantar gúmmíbát, vöðlur og snorrkel
áfallahjálp, regnkápu og stígvél
Ekkert fát, gúmmíbát
og síðan dílar'u við kvíðann.
Það er ekki alltaf gleði á góðviðrisdögum
gleymdu aldrei því
Nei, varastu hjartað á verðnum ætíð
- vertu, farðu aldrei í frí.
Blóðtappinn bíður, vill fella þig vinur
Það byrjar með sting, síðan þú stinur
og fellur á grillið, þaðan í blómabeðin
blár í framan þú hvíslar; Hvar er gleðin.
Þig vantar sjúkrabíl, raflostmeðferð
áfallahjálp áður en þú ferð
Ekkert fát, að öllu með gát
og síðan dílar'u við kvíðann.
Það er ekki alltaf gaman í annars manns rúmi
þó ilmurinn sé þar nýr
Nei, varastu orðin hann er ekki heima
Það er hann sem húninum snýr
Þín bíða hnúarnir harðir af bræði
hann lemur ykkur orugglega bæði
og reynir síðan að rífa undan þér
lostabjúgað, kreystir í hendi sér
Þú þarft mikla hjálp svo þú missir hann ekki
Allskonar hjálp, grímur og hlekki
Ekkert fát, þú ert skák og mát
og síðann dílar'u við kvíðann.
Athugsemd
Lagið var um tíma á tónleikaprógramminu en hér er það skrifað upp samkvæmt Demóupptökur frá 1998 áður en Bubbi réðist í upptökur á plötunni Arfur