Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Alltaf einn - Valli

Lag og texti: Bubbi Morthens 

Alltaf einn, hvert sem þú ferð
alltaf einn, hljóður og feiminn
alltaf einn, dulur og dreyminn
alltaf einn, alltaf einn.

Þúsund radda kliður klauf salinn
hvoru megin vildir’u vera?
glösin á lofti, loftbólu hlátur
þú minntir á hræddan héra.

þú gerðir þitt besta og brostir
blóðrauður framan í salinn.
Kysstir slappar kinnar
þú varst vel upp alinn.

Dagdraumaleikir, lestur bóka
lést ekkert fyrir þér fara.
Sagðir fátt, forðaðist ysinn.
Orðin voru aðeins til þess að spara

Alltaf einn, hvert sem þú ferð
alltaf einn, hljóður og feiminn
alltaf einn, dulur og dreyminn
alltaf einn, alltaf einn.

Bak við múrinn moldvörpustrákur,
mænandi á vorsins gulu skugga.
Meðan lukkan gekk frjáls framhjá gráum steinum
þú starðir einn við opinn glugga
á svörðinn sem gældi við gangandi fætur
bauð ungu fólki faðminn um nætur
Þú elskaðir þessa, þú hataðir þennan
þó mest þínar eigin rætur

Alltaf einn, hvert sem þú ferð
alltaf einn, hljóður og feiminn
alltaf einn, dulur og dreyminn
alltaf einn, alltaf einn.

Athugsemd

Hér er upprunealega útgáfa þessa texta sem Bubbi flutti m.a. á Þorláksmessutónleikum á Klaustrinu árið 1999. Síðar var textinn lagfærður og gefinn út á plötunni Nýbúinn.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.