lag og texti: Bubbi Morthens
Áður en dagarnir hverfa,
langar mig að hvísla
orðunum sem gleðja þig
Áður en dagarnir hverfa
Áður en dagarnir hverfa
langar mig að hvísla
orðunum sem gleðja þig
Áður en dagarnir hverfa
Börnin með sólkysstar kinnar
himininn heiður og blár
Þú horfir til gæfu þinnar
þakkar fyrir öll þessi ár.
Áður en dagarnir hverfa
langar mig að kyssa ykkur
og segja Takk fyrir mig
Áður en dagarnir hverfa.
Gleðin að vera með fólkinu sínu
sá maður verður aldrei talinn snauður
Að elska og vera elskaður
er hinn eini sanni auður
Áður en dagarnir hverfa,
langar mig að hvísla
orðunum sem gleðja þig
Áður en dagarnir hverfa
Áður en dagarnir hverfa
langar mig að kyssa ykkur
og segja Takk fyrir mig
Áður en dagarnir hverfa.
Manneskju þær deyja ekki
þær bara koma og fara
þar sem ég eina já, þekki
eru spurningar sem þarf að svara
Áður en dagarnir hverfa,
langar mig að hvísla
orðunum sem gleðja þig
Áður en dagarnir hverfa
Áður en dagarnir hverfa
langar mig að kyssa ykkur
og segja Takk fyrir mig
Áður en dagarnir hverfa.
Áður en dagarnir hverfa.
Áður en dagarnir hverfa.
Áður en dagarnir hverfa.
Áður en dagarnir hverfa.
Athugsemd
Lagið var samið og flutt undir lok árs 2008 á tónleikum. Bubbi flutti það einnig í síðasta Færibandi ársins á Rás 2. sem var 29. desember 2008 og sagði þá að lagið væri ekki samið sérstaklega fyrir þáttinn en hann hefði ekki haft tíma til að semja nýtt lag eins og hann hafði gert fram að því. Hann hefði því gripið í þetta lag sem hann hafði m.a. flutt á tónleikum nokkru áður og einnig á Þorláksmessu í Háskólabíói. (textinn er hér skrifaður upp eftir Færibandinu).