Lag og texti: Bubbi Morthens
Voni er
vonin er
vonin er það eins sem ég á
Vonin er
vonin er
vonin er það eins sem ég á
Hvert fóru sögurnar sem sagðar voru?
Þær sofa í auðum húsum köldum.
hvað varð um bátana sem björgina sóttu?
Bundnir í þara ásamt ógreiddum gjöldum.
Vonin er…
Og þingmenn skálda og skríða í felur
skuldirnar jukust svo undur skjótt
ráðþrota fólkið það fyllist af ótta
sem fangar af þeim svefninn nótt eftir nótt.
Vonin er…
Hvert fer fólkið þegar þorpin loka
inní þokuna gráu, bak við fjöllin bláu
og netin þau fanga aðeins pappír og poka
þar sem þau hanga, haustdaga langa.
Vonin er…
Hér blása vindar í veröld án barna
og vargurinn finnur heldur ekki miðin
eldhúsin fyllast af fólki með kaffi
sem finnur hvað hún tekur á djöfuls biðin.
Vonin er…
Athugasemd
Upptaka frá demósession í mars 1994