Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Völundur á vaðlinum

Lag og texti: Bubbi Morthens

Völundur á Vaðlinum
vill í laxinn ná.
Kastar fornri flug
furðuljót og grá.
Kastar fornri flug
flæðir áin hjá.

Völundur á Vaðlinum
kastar kvöldin löng
kastar þungri línu
og það má heyra söng
er Völundur á Vaðlinum
kastar kvöldin löng.

Völundur á Vaðlinum
yfir stjaka sefur
áin sækir stundum líf
og til baka gefur
En ekkert líf hann Völundur
á Vaðlinum hefur.

Völundur á Vaðlinum
í myrkri morar einn
holur er að innan
og hjartað eins og steinn
Já Völundur á Vaðlinum
er kaldur og einn

Yfir Völundi á Vaðlinum
vokir tunglið grátt
vondu börnin vita
að Völli kemur brátt
vondir krakkar vitað
víst um miðja nátt.

Völundur á Vaðlinum
vill fá krakkablóð
Hann vill bara börnin
sem blóta og eru óð
sem týna sér í tölvu
og eru aldrei góð.

Völundur á Vaðlinum
um vetur ekkert hefur
Ekkert rúm engin föt
undir ísnum sefur.
Hjá Völundi á Vaðlinum
myrkrið myrkur gefur.

Völundur á Vaðlinum
vakir þarna enn
veiðir börn og konur
og líka stundum menn
Undir sæng er gott að vera
en hann kemur, kemur senn.

Hjá Völundi á Vaðlinum
er vargagrá þoka
óþægu börnin enda
oní blautum poka.
Menn stundum sjá á Vaðlinum
Völund poka loka.

Athugasemd

Lagið heyrðist fyrst á tónleikum í desember 2008 og var á prógramminu 23.desember í Háskólabíói.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.