Lag og texti: Bubbi Morthens
Þeir í Kaupþing kunnu að svindla
Úlfar með dúlludindla
Þeir lánuðu loftinu örlítinn aur
og muldu ofaní massann gyltan saur
og sendu úr landi milljarða mottu
Mikki mús breyttist í rottu
og þeir syngja, og þeir syngja
og þeir syngja og þeir syngja
fokk jú.
Kaupþing var merkis merki
Vildi kaupa hlutabréf þar einn serki
Á ég að borga bauð hann glaður
Nei, nei var svarið, þú ert merkis maður.
Við lánum þér aurinn, en gyllum saurinn
látum hann borga litla maurinn
og þeir syngja, og þeir syngja
og þeir syngja og þeir syngja
fokk jú.
Allt er löglegt ljúfurinn væni
Við lítum á þig sem þurrkað spæni
Okkur vantar á eldinn, oftast á kveldin
fólk eins og þig og þína
Þá fyrst fer okkur að hlýna
og þeir syngja, og þeir syngja
og þeir syngja og þeir syngja
fokk jú.
Athugasemd
Færibandið frumflutt 20. janúar 2009