Lag og texti: Bubbi Morthens
Sofðu, sofðu rótt
sólin blundar líka
hafið er hljótt
Guð gerðu okkur ríka.
gröfum hjartað inn.
Vissir þú að álþursinn
bíður börnum inn?
Augu ‘ans lokast aldrei
og ekkert hefur skinn.
Í staðin hefur álhúð
og silfurbjarta kinn.
Í staðin hefur álhúð
og silfurbjarta kinn.
Sofðu, sofðu rótt
sólin blundar líka.
Þreytta vantar þrótt.
Hef ég aldrei slíka
áður framkvæmd séð
Gullið kætir geð
Gullið kætir allra geð.
Framtíð þín er falleg, björt
dansaðu nú með
Dansinn dunar enn þá
Þingheimur haltrar með.
Dansinn dunar enn þá
dansaðu nú með.
Fjallið við fjörðinn
vakir vinur minn
líttu á súrann svörðinn
Er þetta heimur þinn?
Óskir vaka víða
sumar bara svíða
sumar hjörtun svíða
Framtíð þín er falleg, svört
Bergþursinn er að bíða
með álbjarta kinn
fölur vill fold níða
með feigðargráa kinn
Fölur fold vill níða
með silfurbjarta kinn.
Athugasemd
Færibandið 2. febrúar 2009. Lagið hefur einnig dottið inn á tónleika hans af og til.