Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Leyndarmál frægðarinnar

 

Das Kapital - Lili Marlene
Lili Marlene 1984

Lag og texti: Bubbi Morthens

Klukkan var fjögur að morgni
við höfum elskast alla nóttina.
Bílar fara í gang út á horni
sólin skein á brúna öxlina.

Og þú spurðir mig um leyndarmál frægðarinnar
sem er að stórum hluta einsemdin
og stundum fallegt bros
og stundum fallegt bros.

Hár þitt eins og gyltur stormur
flæddi niður herðar og bak.
Þú hreyfðir þig eins og latur köttur
sem hefur fengið á bráð sinni tak.

Margir hafa elskast á undan
við tvö, við vorum aðeins of sein
til þess að við fengjum boð um inngang
svo við byggðum okkur afmarkaðan heim.

Í einangrun frá umhverfi eða tíma
við drukkum kampavín í París.
Þú gafst mér númer hringdu ef þú hefur síma
annars hittumst við um jólin í París.

Og þeir spurðir mig um leyndarmál frægðarinnar
sem er að stórum hluta einsemdin
og stundum falskt bros
og stundum mitt fallega bros.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.