Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Sieg heil

 

Ego - Breyttir tímar
Breyttir tímar 1982

Lag: Ego, texti: Bubbi Morthens

Í hópum þeir fara
limlesta, meiða
ekkert fær grið
öllu skal eyða.
Kunna ekki að hræðast
um dimm stræti læðast.
Glotta við tönn
er heyra sírenu væl.
SIEG HEIL.

England er rotið
England er fúið.
Það getur enginn
endalaust flúið.
Járnfrúnni hvítir
eiga atvinnuleysi að þakka
af bræði og smán
svartir sparka.
SIEG HEIL.

Eins og sinueldur
ofbeldi breiðist
þeir myrða, ástæðan
þeim leiðist.
SIEG HEIL.

Er þetta rökrétt þróun
frá því Júdas gaf kossinn
eðlilegt framhald,
að þeir negldu Krist á krossinn.
Þjóðfélagið er sjúkt
æðstu herrar með
hvað er það sem ekki lengur
getur hér skeð.
SIEG HEIL.

England er dæmi
um það sem koma skal,
kennið ekki krökkunum,
um ykkar eigið kal.
SIEG HEIL.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.