Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Jim Morrison

 

Ego - Breyttir tímar
Breyttir tímar 1982

Lag: Ego, texti: Bubbi Morthens

Nóttin smýgur inní vitund mína
rómversk villimennska.
Týndar ástir í dimmum gröfum
gráta liðinn tíma.

Draumarnir nærast í nótinni
dimmir og hlýir.
Heit brjóst, með votum rákum
skilja varir mínar.

Vöðvar mínir þandir og stæltir
skynja auðnina í vitund þinni.
Hróp þín týnast í krampakenndum rykkjum
meðan að nýr dagur skríður inn um gluggann.

Kaffihúsin láta öllum finnast þeir vera skáld
eða óþekktir snillingar
sem rjúfa hjúpinn
þegar bollinn er tæmdur.

Við strákarnir tókum pillur
til að stytta daginn.
Slátruðum wiskíflösku
þegar fyrstu neonljósin voru tendruð
og ég vonaði að hitta þig.

Ég elska myrkrið
dagarnir eru aðeins föl andlit
sem hlaupa á eftir sólinni
sem er aðeins spegill drauma þeirra.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.